Dagskrá í Hafnarhúsinu sunnudaginn 25. ágúst:

11:00 – Dr. Leena Rouhianeinen
Writing in and for dance

13:00- Hádegishlé

13:45- Dr. Camilla Damkajer
Hand-balancing: one figure- many techniques: a selected genealogy of my/apractice

Dr. Leena Rouhiainen er prófessor í listrænum rannsóknum og forstöðumaður rannsóknarseturs um sviðslistir við hinn nýstofnaða Listaháskóla í Helsinki. Í tveggja tíma vinnustofu mun hún fjalla um samband þess að skrifa um dans og þess að búa yfir líkamlegri reynslu og þekkingu á honum.

Dr. Camilla Damkjaer er lektor við Dans- og sirkusháskólann í Stokkhólmi.  Í fyrirlestri sínum sem bæði snýst um líkamlegan gjörning, skriflega umfjöllun og umræðu, skoðar hún menningar- og sögulegan bakgrunn þeirrar einföldu athafnar að standa á höndum.

Keðja Writing Movement er tengslanet sem hefur að markmiði að örva hugsun, samræðu, lestur og skrif um dans. Hugmyndin á bak við verkefnið er að aukin fagleg umræða styrki þróun listformsins. Fulltrúar frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum standa að baki verkefninu og er Listaháskóli Íslands samstarfaðili fyrir Íslands hönd. Verkefnisstjóri Writing movement hér á landi er Sesselja G. Magnúsdóttir. 

Viðburðurinn er opinn öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning er þó mikilvæg á netfangið

Nánari upplýsingar um viðburðinn og Writing Movement tengslanetið má finna á heimasíðunni: eða hjá verkefnisstjóra .