Úttektin var gerð í samstarfi við Evrópusamtök tónlistarskóla AEC (The European Association of Conservatoires). Í nefndinni sátu; John Wallace, formaður nefndarinnar, rektor, Konunglegu tónlistar-, dans- og leiklistarakademíunni í Glasgow í Skotlandi, Gustav Djupsjöbacka, rektor Síbelíusarakademíunnar í Helsinki í Finnlandi, Orla McDonach, deildarforseti tónlistardeildar Konunglegu tónlistarakademíunnar í Dublin og Jón Biering Margeirsson, nemandi í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

Nefndin fékk í hendur sjálfsmatsskýrslu tónlistardeildarinnar í mars og heimsótti skólann dagana 7.-9.maí. Nefndin fundaði með starfsfólki, núverandi og fyrrverandi nemendum og fulltrúum úr tónlistarlífinu auk þess að fylgjast með kennslu og sækja tónleika nemenda deildarinnar.

Listaháskóli Íslands starfar eftir forskrift Gæðaráðs háskólanna (Icelandic Quality Enhancement Framwork) sem var stofnað árið 2010 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Rannís.

Markmið Gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig.

Gæðaráðið hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a.gerir kröfur  um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit.

Skýrsluna er að finna í heild sinni á vefsíðu Listaháskóla Íslands: