Skoski fatahönnuðurinn Jonathan Saunders hefur verið ráðinn yfirhönnuður Dior en hann kom hingað til lands til að prófdæma útskriftarverk nemenda í fatahönnun við Listaháskólann árið 2005. Jonathan Saunders stofnaði samnefnt tískuhús árið 2003 og hefur á síðastliðnum áratug hlotið fjölda viðurkenninga og vakið verðskuldaða athygli.

Gríðarlega flottir hönnuðir hafa í gegn um tíðina komið að prófdæmingu hjá fatahönnun við Listaháskólann svo sem Louise Wilson, Martine Sitbon, Marc Ascoli og Michael Berkowitz.

Í vor mun fatahönnuðurinn Lutz Huelle pródæma útskriftarverk nemenda en hann var lengi vel hægri hönd hins einstaka Martin Margiela en fer nú fyrir eigin tískuhúsi og hlaut vor/sumarlína hans fyrir 2016 einróma lof.