Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra setti Háskóladaginn formlega klukkan 12 í Listaháskólanum að viðstöddum rektorum allra háskóla landsins. Allar deildir skólans kynntu námsframboð sitt auk þess sem verk nemenda voru til sýnis ásamt inntökumöppum. Tónlistaratriði voru flutt og vel sóttar námsbrautarkynningar fóru fram í fyrirlestrarsal. Nemendur, kennarar og starfsfólk skólans spjallaði við gesti og svaraði spurningum um námið og lífið í Listaháskólanum. Fjöldi gesta heimsótti skólann og kynnti sér þær námsbrautir sem eru í boði á bakkalár- og meistarastigi.

Listaháskólinn var einnig með bás í húsnæði HR þar sem hægt var að kynna sér námsbrautir skólans.