Ross á merkan feril að baki og býr yfir sérþekkingu í sögu nýmiðlunar, skjálistar og gjörninga sem hann hefur fjallað um í skrifum sínum. David Ross var sýningarstjóri yfirlitssýningar (ferðasýningar) á verkum Bill Viola í Whitney Museum of American Art. Ross er prófessor við School of Visual Art í New York og fyrrum safnstjóri bæði San Francisco Museum of Modern Art, Whitney Museum of American Art og Boston Institute of Contemporary Art. Hann hefur einnig starfað sem sýningarstjóri við University Art Museum, Berkeley, Long Beach Museum of Art og Everson Museum of Art, ásamt því að vera sýningarstjóri fjölda sýninga á alþjóðlegum vettvangi.

Ross kemur til Íslands á vegum verkefnisins Umræðuþræðir 2012 sem er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og myndlistardeildar Listaháskóla Íslands en hann mun flytja fyrirlestur í Hafnarhúsi, fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20. Bandaríska sendiráðið á Íslandi er aðalstyrktaraðili fyrirlestrarraðarinnar fyrir árið 2012.