Miðvikudaginn 24. ágúst var hvelfing sett upp fyrir framan Höfða í tilefni að því að í ár eru 30 ár liðin frá fundi Regans og Gorbachev  sem segja má að marki lok kaldastríðsins. Hvelfingin er niðurstaða samstarfsverkefnis á vegum samstarfshópsins ASAD (Arctic Sustainable, Art and Desing) þar sem Listaháskóli Íslands, University of the Highlands and Islands frá Skotlandi og University of Lapland, Finlandi vinna saman.
 
Í verkefninu var skoðuð grenndarvitund og sjálfbærar áherslur samfélaga á Norðurslóðum. Þema vinnunnar felur í sér að skoða ratsjárstöðvar á Íslandi, áhrif þeirra á nærsamfélagið og hugmyndir almennings um kalda stríðið. 
 
 
Smíðuð hefur verið hvelfing sem myndlíking ratsjárstöðva. Unnið hefur verið með heimafólki á Þórshöfn, Bolungarvík, Höfn og Keflavík þar sem áhugasamir hafa myndgert eigin upplifanir á hvelfinguna. Myndskreytingarnar og textarnir eru unnir með neon litum (ósýnilegu bleki) sem tengja má við þann leyndardóm sem löngum hefur fylgt ratsjárstöðvunum. Liturinn minnir okkur líka á geislavirkni sem sumir tengja við ratsjárstöðvarnar.
 
Áhugasamir geta lesið frekar um verkefnið hér: http://www.coldwarprojects.com/#!iceland/c1fxt