Hönnuðurinn og kennarinn Elizabeth Resnick gaf nýverið út bókina Developing Citizen Designers sem fjallar um samfélagslega ábyrga hönnun en í henni er meðal annars að finna grein um Together-námskeið Hönnunar- og arkitektúrdeildar. Í námskeiðinu leiða mastersnemar í hönnun hópa BA nemenda sem taka fyrir margvísleg samfélagsleg viðfangsefni og vinna að þeim út frá aðferðafræði hönnunar.

Síðastliðinn þriðjudag hélt bókarhöfundurinn fyrirlestur í Gestagangi, fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar, þar sem hún talaði meðal annars um persónulegt ferðalag sitt og störf sín við að hvetja aðra í sköpun sinni, innan skólastofunnar og í gegn um eigin verkefni. Hér má finna upplýsingar um bókina og hvar hún fæst keypt: impactdesignhub.org/2016/02/24/new-book-on-learning-socially-responsible-design/