Ráðstefnan In Between verður haldin í Aalto University og Konstfach háskóla í Stokkhólmi í samstarfi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands, Tensta konsthall og Checkpoint Helsinki. Markmið ráðstefnunnar er að kortleggja snertifleti myndlistar við pólitískt landslag í norrænum samfélögum. Norðurlöndin státa sig af því að byggja á hugsjónum velferðarríkis bæði í menningar- og menntamálum.  Hinsvegar má heyra í síauknu mæli óánægjuraddir sem vilja endurskoða uppbyggingu samfélagsins með von um aukið jafnræði og lýðræði. Þessi þrýstingur á rætur sínar að rekja til fjölbreyttra pólutískra afla s.s. nýfrjálshyggjunnar, kapítalismans nýþjóðernishyggju og félagslega hreyfinga sem ögra hefðbundnum pólitískum stofnunum.
 
Á ráðstefnunni er árhersla lögð á:

1.     Myndlist og menntun

2.     Myndlist og stofnanir 

3.     Myndlist og samfélag

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru:
·      Dennis Atkinson
·      David Darts
·      Helene Illeris
·      Mie Buhl
·      Ósk Vilhjálmsdóttir
·      Binna Choi
·      Juuso Tervo
·      Silja Serenade
·      Gerald Raunig
·      Nora Sternfeld
·      Nina Möntmann
·      Jaakko Pallasvuo
·      Irit Rogoff
 
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna: http://www.inbetween2016.org