Flutningurinn var í hljómsveitarstjórn Ilan Volkov fráfarandi aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fékk góðar undirtektir. Þess er getið að í tónsmíð Guðmundar Steins Gunnarssonar, Sporgýlu, voru klarínett útbúin með sértilgerðum baulum sem breyta hljóðlit og stillingu hljóðfæranna. Baulur þessar voru hannaðar á vetrinum sem leið með nemendum tónlistardeildar Listaháskólans í námskeiðinu Hljóðfræði1b og voru framleiddar á verkstæði hönnunar- og arkitektúrdeildar.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um tónleikana.