Fram kom að samkvæmt ársreikningi er mikill og ánægjulegur viðsnúningur á starfseminni, því skólinn skilar rekstrarafgangi. Stjórnarformaður skólans, Kolbrún Halldórsdóttir þakkaði þeim Jónu Finnsdóttur fyrrverandi framkvæmdastjóra og Magnúsi Loftssyni núverandi framkvæmdastjóra sérstaklega fyrir þeirra vinnu til að þetta mætti takast, en dró um leið enga dul á að það hefði ekki verið sársaukalaust fyrir skólann að skera niður með þeim hætti sem nauðsynlegt var.

Deildarforsetar gerðu að lokinni tölu Hjálmars grein fyrir starfi í sínum deildum og nokkrar umræður spunnust í kjölfarið. Síðust tók til máls Fríða Björk Ingvarsdóttir núverandi rektor, sem þakkaði Hjálmari það ötula starf sem hann hefur unnið við að byggja upp góðan hugmyndafræðilegan grunn, sem skólinn getur haldið áfram að móta í sínu akademíska starfi, og jafnframt fyrir þau siðferðisviðmið sem skólinn hefur sett sér í nýútgefinni stefnu skólans og siðareglum.

Kolbrún Halldórsdóttir, sem stýrði fundinum sleit honum að loknu ávarpi Fríðu Bjarkar og óskaði starfsmönnun hans áframhaldandi velferðar.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Listaháskólans 2012-2013