Á skólaárinu standa skólarnir fyrir alls 11 námskeiðum af ýmsum toga en námskeiðin verða opin nemendum þeirra skóla sem eru aðilar að NorTeas. Listaháskólinn reið á vaðið með námskeiðinu Í leit að myndum og sögum en leiðbeinandi á námskeiðinu var Helga Arnalds, brúðuleikari og myndlistarkona.

“Við höfum verið að rannsaka barnaleikhúsið en um leið að leika okkur. Við höfum velt fyrir okkur hvað við teljum að börn vilji sjá í leikhúsinu, hvaða umfjöllunarefni þau hafi áhuga á, hvað við viljum segja börnum i leikhúsinu í dag og hvernig við vorum sjálf sem börn. Við höfum farið í fullt af leikjum og skoðað efni með augum barnsins en líka með rannsakandi auga listamannsins. Skoðað hvernig dauðir hlutir geta lifnað við og hvernig við "animerum" hluti, gefum þeim sál á sviðinu.” segir Helga.

Fimm erlendir nemendur sóttu námskeiðið auk nemenda leiklistar- og dansdeildar LHÍ. Í framhaldinu geta nemendur LHÍ sótt um ýmis námskeið hjá samstarfsskólum verkefnisins en Norpdlus styrkir ferðir nemenda.

Verkefninu lýkur svo með barnaleikhúshátíð í Viljandi í Eistlandi í júní 2014 þar sem nemendur og kennarar munu koma saman og deila vinnu sinni með sviðslistanemum frá öllum Norðurlöndunum.

Þeir skólar sem taka þátt í verkefninu auk Listaháskólans eru: Danish National School of Performing Arts í Kaupmannahöfn, Academy of Music and Dramatic Arts Southern Denmark í Óðinsvé, Lithuanian Academy of Music and Theatre í Vilnius, University of Tartu Viljandi Culture Academy í Eistlandi, University of Tampere, Theatre Academy og Aalto University í Helsinki, Academy of Music and Theater í Tallinn og University-College North-Trondelag í Noregi.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu NorTeas