Verkefnið hófst á samstarfsfundi kennara í apríl s.l. Fundurinn var haldinn í Morsö á Jótlandi á sama tíma og árleg barnaleikhúshátíð Dana sem er einn stærsti viðburður í heimi á þessu sviði. Kennararnir gátu því ekki aðeins deilt reynslu sín á milli heldur sótt sýningar og hitt fjölbreyttan hóp listamanna.

Á komandi skólaári  standa skólarnir fyrir alls 11 námskeiðum af ýmsum toga en námskeiðin verða opin nemendum þeirra skóla sem eru aðilar að NorTeas. Listaháskólinn ríður á vaðið með námskeiðinu Í leit að myndum og sögum þann 26. ágúst n.k. en leiðbeinandi á námskeiðinu verður Helga Arnalds, brúðuleikari og myndlistarkona. Fimm erlendir nemendur munu sækja námskeiðið auk nemenda leiklistar- og dansdeildar LHÍ. Í framhaldinu geta nemendur LHÍ sótt um ýmis námskeið hjá samstarfsskólum verkefnisins en Norpdlus styrkir ferðir nemenda. Ennfremur verða auglýst starfsnámspláss á barnaleikhúshátíðinni í Danmörku í apríl 2014. Verkefninu lýkur svo með barnaleikhúshátíð í Viljandi í Eistlandi í júní 2014 þar sem nemendur og kennarar munu koma saman og sýna afrakstur námskeiðanna.

Þeir skólar sem taka þátt í verkefninu auk Listaháskólans eru: Danish National School of Performing Arts í Kaupmannahöfn, Academy of Music and Dramatic Arts Southern Denmark í Óðinsvé, Lithuanian Academy of Music and Theatre í Vilnius, University of Tartu Viljandi Culture Academy í Eistlandi, University of Tampere, Theatre Academy og Aalto University í Helsinki, Academy of Music and Theater í Tallinn og University-College North-Trondelag í Noregi.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðu NorTeas

Fésbókarsíða verkefnissins er