Nýtt alþjóðlegt meistaranám í sviðslistum hefst haustið 2016. Nú hefur verið staðfest að einn af kennurum námsins er Ant Hampton.
 
Ant Hampton sviðshöfundur leikstýrir, skrifar og vinnur sviðsverk með þáttöku áhorfenda. Verk hans hafa verið sýnd víða um Evrópu og hefur hann kennt við marga virta listaháskóla og tekið þátt í uppbyggingu meistaranám í Dazart í Amsterdam. Hann hefur þróað hugmyndina að Autoteatro sem er sviðslistaform sem setur áhorfandann í aðalhlutverkið þar sem hann fylgir óundirbúinn handriti sem lagt er fyrir hann á sviði,  í óhefðbundnum leikrýmum eða opinberu rými. Ant vann að þróun Autoteatro með Silviu Mercuriali sviðslistakonu en hann hefur einnig unnið með Forced Entertainment, Edit Kaldor og er um þessar mundir í samstarfi við Christophe Meierhans.
 
Umsóknarfrestur um meistaranám við LHÍ er til 13. maí.