Á ráðstefnunni er fjallað um alþjóðlegar rannsóknir og verkefni á sviði norrænnar lista- og hönnunarsögu og sérstaklega horft til jaðarsvæða, en sífellt færist meiri þungi listfræðarannsókna til staða sem liggja utan miðju stórborga eða kerfisbundinna miðstöðva menningarlífsins, sem hingað til hefur gjarnan verið viðmið alls. 

Ráðstefnan er haldin í húsakynnum Háskóla Íslands og í Norræna húsinu og er fjöldi þátttakenda um 200-220 manns. Fjallað er um fjölbreytt rannsóknarefni í 39 málstofum en þrjú til fjögur erindi eru í hverri málstofu. Þrír gestir hafa þegið boð um að halda meginerindi, það eru þau Gavin Jantjes myndlistarmaður og sýningarstjóri, Terry Smith prófessor við Háskólann í Pittsburg og Charlotte Bydler lektor í listasögu við Södertörn háskólann í Svíþjóð. Skoða má nánar dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um skráningu á heimasíðu NORDIK — norrænu listfræðinefndarinnar: 

 

Ráðstefnan er haldin af Norrænu listfræðanefndinni en í henni eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan er sú ellefta í röðinni en rúm 30 ár eru frá því að fyrsta NORDIK listfræðaráðstefnan var haldin. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar bjóða til ráðstefnunnar. Auk Norrænu listfræðanefndarinnar standa Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands og Listfræðafélag Ísland að ráðstefnunni í samvinnu við Listasafn Íslands, Hönnunarsafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listahátíð í Reykjavík og Norræna húsið.

 

 

International conference on Art History May 13-16 2015

An international conference on art historical research will be held in Reykjavík May 13–16 2015. The theme of the conference is Mapping Uncharted territories. Under this theme it will introduce a selection of international research, as well as projects dealing with art and design studies within the Nordic sector, with special reference to marginal territories and marginal issues. The theme demonstrates the increased emphasis on resarch dealing with issues that customarily have been considered outside of urban and structural epicenters of art and culture, commonly considered a common measure of art historical research.

The conference will convene in the University of Iceland as well as in the Nordic House in Reykjavík, with an expected participation of 200 to 220 people in all. All in all the conference will include 39 separate sessions and around 140 presentations dealing with a wide variety of research in the field of art and design history. We are delighted to be able to present three internationally acclaimed researchers as our keynote speakers. They are Gavin Jantjes, artist and curator, Dr. Terry Smith, professor at the University of Pittsburg in Pensylvania and Charlotte Bydler lecturer in Art history at Södertörn University in Sweden. To see the details of the program, please refer to the Nordic Art History website: 

The conference is organized on behalf of the Nordic Committee of Art History, a body with representatives from all the Nordic countries. The NORDIK conferences have been held triannually over a span of more than thirty years in one of the Nordic countries, Denmark, Sweden, Norway, or Finland. This is, however, the first time it is held in Iceland. The conference NORDIK 2015 – mapping uncharted territories is organized by University of Iceland, Iceland Academy of the Arts and the Icelandic Association for Art History and Aesthetics in collaboration with the National Gallery of Iceland, Museum of Design and Applied Art, Reykjavík Art Museum, Reykjavík Arts Festival and the Nordic House.