Sýningarstjóri
er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í listkennsludeild Listaháskóla
Íslands. Sýningin er hluti af doktorsrannsókn hennar við Háskólann í
Rovaniemi Finlandi og Háskóla Íslands. Ásthildur valdi saman verk
tuttugu og fjögurra myndlistarmanna sem eru: Anna Líndal, Ásdís Spano,
Bjarki Bragason, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Eggert
Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Guðrún Tryggvadóttir, Gunndís Ýr
Finnbogadóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hildur Hákonardóttir, Hrafnkell
Sigurðsson, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Ólöf Nordal, Ósk
Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Rósa Gísladóttir, Rúrí, Spessi og
Þorgerður Ólafsdóttir.

Jafnframt
virkjaði Ásthildur listkennslunema í Listaháskólanum og kennara
nokkurra skóla í Árnessýslu til þess að vinna með grunnskólabörnum
þátttökuverk. Ungmennin myndgerðu óskir sýnar fyrir komandi kynslóðir.
Verkin á sýningunni lögðu grundvöll umræðunnar sem átti sér stað áður en
þau sköpuðu verkin. Á meðan sýningunni stendur gefst gestum safnsins
tækifæri til að taka þátt í verkinu.

Á
sýningunni má m.a. velta fyrir sér fegurð í hinu smá, stærra samhengi,
margslungnu sambandi náttúrunnar og hins manngerða og eðli
flokkunarkerfa og neysluhyggju. Hver eru tengsl þekkingar, staðar og
stundar? Hvernig getum við brugðist við breytingum í umhverfi okkar?
Hvaða svigrúm hefur einstaklingurinn til að breyta sínu kerfisbundna
daglega lífi? Hvernig getum við skapað samábyrgt þjóðfélag? 

SAMFERÐA - Rútuferð á opnun 
Framlag Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur er rútuferð á opnun sýningarinnar. Hægt er að bóka sæti með því að senda póst á gunndis [at] gmail.com
Rútan fer stundvíslega frá Mjóddinni kl 13:15. Takmarkaður sætafjöldi.

Sýningin
Ákall mun standa til og með sumardagsins fyrsta, 23. apríl. Listasafn
Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12 – 18. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.