Anna Líndal myndlistarmaður, sem setið hefur í stjórn undanfarin þrjú ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og var Jóhannes Þórðarson arkitekt kosinn í hennar stað og varamaður var kjörinn Halla Helgadóttir grafískur hönnuður. 

Stjórn skólans skipa auk þeirra, Kolbrún Halldórsdóttir og Markús Þór Andrésson, skipuð af menntamálaráðherra og Kolbeinn Einarsson og Jón Ólafur Ólafsson fyrir hönd FLHÍ.

Stjórn félags um LHÍ skipa: Karólína Eiríksdóttir formaður, Ástríður Magnúsdóttir, Halla Helgadóttir, Kristinn E. Hrafnsson og Sigurþór Heimisson. Varamenn voru kjörin Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri og Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður.

Nokkrar umræður voru á fundinum um framtíð félagsins og hlutverk og var samþykkt að „efla félag um listaháskóla með hliðsjón af tillögum samstarfshóps stjórnar LHÍ, BÍL og félags um Listaháskóla.“ Í þeim hugmyndum er lagt til að bakland skólans verði styrkt með stofnun samráðsvettvangs almennings, samtaka listamanna, stofnana og atvinnulífs. Í hugmyndum starfshópsins er lögð áhersla á að með stofnun samráðsvettvangsins verði skólinn styrktur fjárhagslega og faglega og leitað verði eftir víðari samfélagslegri skírskotun en verið hefur í starfsemi félagsins til þessa.