Erindi þeirra eru hluti af Link \u002D Keðja Writing Movement,
tengslaneti sem hefur að markmiði að örva hugsun, samræðu, lestur og
skrif um dans. Hugmyndin á bakvið verkefnið er að aukin fagleg umræða
styrki þróun listformsins.

Dr. Camilla Damkjaer er lektor við Link \u002D Dans\u002D og sirkusháskólann í Stokkhólmi
Í fyrirlestrinum Hand-balancing: one figure – many techniques: a
selected genealogy of my/a practice, sem bæði snýst um líkamlegan
gjörning, skriflega umfjöllun og umræðu, skoðar hún menningar- og
sögulegan bakgrunn þeirrar einföldu athafnar að standa á höndum.

Dr. Leena Rouhiainen er prófessor í listrænum rannsóknum og forstöðumaður rannsóknarseturs um sviðslistir við hinn nýstofnaða Link \u002D Listaháskóla í Helsinki.
Hún mun í tveggja tíma vinnustofu fjalla um samband þess að skrifa um
dans og þess að búa yfir líkamlegri reynslu og þekkingu á honum.

Viðburðurinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 11.

Fulltrúar
frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum standa að baki Keðja Writing
Movement og er Listaháskóli Íslands  samstarfaðilinn fyrir Íslands hönd.
Verkefnsstjóri Writing movement hér á landi er Sesselja G.
Magnúsdóttir.