Abigail Solomon-Godeau er emeritus prófessor við Kaliforníu háskólann (University of California) og er meðal annars höfundur bókanna Photography at the Dock: Essays on Photographic History, Institutions and Practices (1991) og Male Trouble: A Crisis in Representation (1997). Greinar hennar um ljósmyndun, sjónlist nítjándu aldar, feminisma og samtímalist og hafa verið gefnar út í fjölmörgum ritum svo sem Art in America, Artforum og Camera Obscura. Hún býr og starfar í París.

Abigail Solomon-Godeau er stödd hér á landi í tengslum við Ljósmyndadaga 2014 sem haldnir eru dagana 6.-9. febrúar. Ljósmyndadagar eru samstarfsverkefni Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Félags Íslenskra samtímaljósmyndara og Þjóðminjasafns íslands.

The Coming of Age: Cindy Sherman, Feminism and Art History
Fyrirlestur fimmtudaginn 6. febrúar 

Abigail Solomon-Godeau mun halda fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 6 . febrúar kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist the Coming of Age: Cindy Sherman, Feminism and Art History.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn án endurgjalds. Nánari upplýsingar um Ljósmyndadaga má nálgast hér: