Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun á breiðum vettvangi. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Fjallað er um námsefni og námsgögn sem notuð eru hér á landi, einkum á grunnskólastigi. Einnig eru skoðuð nokkur dæmi um erlend námsgögn. Leitað er svara við spurningunni: Hvert er hlutverk námsgagna? Rýnt er í ólíkar gerðir námsgagna og ýmiss konar námsefni er  kannað og greint með hliðsjón af greiningarlykli.
 
Skoðað er með dæmum hvernig fræðileg afstaða er útfærð í námsefni til dæmis í tengslum við kennsluaðferðir. Rætt er um lykilhugtök í námsefnisgerð og fjallað um rannsóknir og kenningar í tengslum við hana. Nemar spreyta sig á gerð verklýsingar fyrir námsefnisgerð að eigin vali. Ef tími gefst búa nemar til sitt eigið stafræna efni með notkun sérstaks opins forrits og kynna það fyrir námshópi.
 
Námsmat: Skrifleg verkefni, s.s. greining á námsefni og gerð verklýsingar, kynning í tengslum við stafræna efnisgerð.
 
Kennari: Torfi Hjartarson lektor í kennslufræði og upplýsingatækni með áherslu á margmiðlun, námsefnisgerð og notkun upplýsingatækni í skólastarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur gefið út mikið af námsefni og tekið þátt í þróunar- og rannsóknarverkefnum á því sviði.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudagar og fimmtudagar kl. 9.20-12.10. 
 
Tímabil: 21. nóvember til 12. desember 2019, (ekki er kennsla 10. des). 
 
Einingar: 4 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: B.A. gráða eða sambærilegt nám.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409