Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist kennurum og listafólki sem sinnir kennslu og miðlun á breiðum vettvangi. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Fjallað er um námsefni og námsgögn. Leitað er svara við spurningunni: Hvert er hlutverk námsgagna? Rýnt er í ólíkar gerðir námsgagna og ýmiss konar námsefni er  kannað og greint.
 
Skoðað er með dæmum hvernig fræðileg afstaða er útfærð í námsefni til dæmis í tengslum við kennsluaðferðir. Rætt er um lykilhugtök í námsefnisgerð og fjallað um rannsóknir og kenningar í tengslum við hana. Nemar spreyta sig á gerð verklýsingar fyrir námsefnisgerð að eigin vali. 
 
Í lok námskeiðis eiga nemendur að:
  • hafa kynnt sér ólíkar gerðir námsefnis,
  • gera sér grein fyrir ólíkum áherslum í námsefni með hliðsjón af námsgrein, aldri og þroska nemenda, fræðilegri sýn og fleira, meðal annars út frá notkun greiningarviðmiða,
  • hafa kynnt sér rannsóknir og kenningar í tengslum við námsefnisgerð,
  • þekkja til helstu atriða sem hafa þarf í huga við gerð námsefnis,
  • hafa þjálfast í að útbúa verklýsingu fyrir námsefnisgerð.
 
Námsmat: Kennara-, leiðsagnar-, sjálfs- og jafningjamat
Kennari: Björg Eiríksdóttir
Staður og stund: Laugarnes,TBA
Tímabil: haust 2020 
Forkröfur: B.A. gráða eða sambærilegt nám.
Einingar: 4 ECTS.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) – 61.200 kr. (með einingum).
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar: olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249