MySchool kennslukerfið er notað sem nemendaskráningarkerfi og innri vefur Listaháskólans. Kerfið veitir allar helstu upplýsingar um námið sem nemandi þarf á að halda svo sem stundarskrár, einkunnir, verkefnaskil, kennsluefni sem tengist hverju námskeiði fyrir sig og tilkynningar. Nemendur eru hvattir til að nýta sér kerfið til hins ítrasta, fara reglulega inn á sína síðu og fylgjast með því sem þar kemur fram.   

Samskipti kennara og nemenda

Kennarar geta sent tilkynningar til nemenda og/eða sent nemendum tölvupóst. Á sama hátt geta nemendur sent tölvupóst á þátttakendur námskeiða. Í hverju námskeiði er hægt að stofna umræðuþræði þar sem fjallað er um afmarkað efni námskeiðsins.

Nýtt efni 

Kerfið tekur saman lista þar sem nemendur og kennarar geta séð allar breytingar sem verða á námskeiðum þeirra. 

Stundataflan 

Kerfið inniheldur stundatöflu hvers nemenda viku fyrir viku. Í stundatöflunni koma ýmsar upplýsingar fram um leið og þær eru settar inn í kerfið. Þar má m.a. nefna lýsingu á yfirferð í einstökum tímum, kennsluefni sem er notað í fyrirlestrum og upplýsingar um lokadagsetningar verkefnaskila.

Kennsluefni 

Kennslukerfið heldur utan um allt rafrænt efni sem tengist náminu, svo sem rafrænar glærur, krækjur inn á vefsvæði og hvers konar skjöl. Í kerfinu getur kennarinn meðal annars útbúið heimasíður, sett inn verkefni með rafrænum skilum og stofnað umræðuþræði. Þægileg yfirlit stuðlar að markvissari nýtingu.

Um námskeiðið

Hér setur kennari grunnupplýsingar námskeiðsins fram svo sem markmið og lýsingu og hér er einnig hægt að skrá yfirferð hverrar kennslustundar. Nemendur sjá hvernig vinnuálag skiptist á önnina og hvaða þættir vega mest í viðkomandi námskeiði.

Verkefni

Í verkefnaskilakerfinu geta kennarar lagt fyrir verkefni, farið yfir verkefni og birt einkunnir fyrir verkefnin með athugasemdum. Kerfið heldur þannig utanum öll verkefni sem sett eru fyrir í einstökum námskeiðum.

Kennslumat

Í lok hvers námskeiðs eru nemendur beðnir um að fylla út kennslumat sem innheldur spurningar varðandi námskeiðið í heild, kennara og einnig sjálfsmat nemenda. Nemendur eru eindregið hvattir til að fylla út kennslumatið því það er afar mikilvægt fyrir skólann að fá upplýsingar frá nemendum þegar verið er að meta gæti kennslunar.

Kennsluskrá

Kennsluskrá skólans má nálgast á ytri vef skólans (www.lhi.is) undir heitinu „Kennsluskrá“. Einnig er hægt að skoða námskeið hverrar deildar á innri vef skólans undir fyrirsögninni „Öll námskeið“ vinstra megin á upphafssíðu. Kennsluskrá myndlistardeildar er gefin út á prenti.