Myndlist og neyslusamfélagið / Art in consumer society

Fyrir hverja er námskeiðið:

Neyslusamfélagið eins og við þekkjum það nú má rekja aftur á nítjándu öld og vöxtur þess helst í hendur við örar breytingar í myndlistarheiminum. Um leið og módernískar hugmyndir ryðja sér til rúms breytist líka markaðsumhverfi myndlistmanna. Myndlistin verður hluti af neyslusamfélaginu en um leið fara sumir listamenn að andæfa þessari þróun. Þessi togstreita var eitt helsta hreyfiafl myndlistarinnar alla tuttugustu öldina og það sem af er þeirri tuttugustu og fyrstu. Einmitt nú er brýnna en nokkru sinni að greina þessa samvirkni og á námskeiðinu munum við rekja þróunina, skoða hvernig markaðsöflin hafa teygt sig inn á æ fleiri svið mannlífsins og hver viðbrögð listheimsins voru á hverjum tíma. Við skoðum gagnrýnar listastefnur á borð við dadaisma, súrrealisma, popplist, pólitíska myndlist, venslalist og list sem snýr að samfélagsrannsóknum, en við hugum líka að því hvernig markaðsvæðingin helst í hendur við þenslu myndlistarsviðsins gegnum gallerí, söfn, stórsýningar á borð við tví- og þríæringa, tímarit og bókaútgáfu, og loks listamessurnar sem nú eru að leysa stórsýningar af hólmi. Einnig skoðum við hvernig myndlist skarast við hönnun og jafnvel auglýsingagerð og hugum að áhrifum frá tölvuvæðingu undanfarinna áratuga og tilkomu internetsins. 

The modern consumer society started developing in the nineteenth century and goes hand in hand with rapid transformations in the visual arts. As Modernism began to mature, so did the market for art. Art became part of the expanding consumer society but many artists also rebelled against it and produced work critical of this new development. This has created a tension that is one of the moving forces in the art of the last 150 years. Right now, we may need, more than ever, to analyse this symbiosis and on this course, we will examine how market forces have come to dominate more and more of our society and culture, and what the response from the art world has been during different phases. We will look at critical art movements such as Dadaism, Surrealism, Pop Art, political art, relational art and art that focuses on social research, but we will also consider how the expansion of the market is reflected in the unprecedented expansion of the art world itself, with galleries, museums, international exhibitions such as bi- and triennials, magazines, books, and now the commercial art fairs that are gradually replacing the older, more communal model. We will also examine how visual art intersects with design and even advertising and see what changes computers and the internet have brought. 

Í lok námskeiðisins eiga nemendur að:

  • geti beitt jafnt þekkingu sinni í listfræði, myndlist og öðrum skyldum fræðum til að greina markaðsvæðingu og uppgang neyslusamfélagsins í samhengi við þróun og umhverfi myndlistarinnar,  
  • hafi öðlast þekkingu á hugsun og verkum myndlistarmanna sem tekist hafa á við neyslusamfélagið, ýmist með því að gagnrýna það eða nýta sér það til framdráttar,
  • skilji samhengi þverfaglegra greininga fræðimanna á neyslusamfélaginu og myndlistarheiminum, 
  • geti vísað í og rætt mismunandi fræðikenningar um efni námskeiðsins í eigin skrifum um listir, samfélag og myndlistarmenn. 

At the end of the course, students should:

  • be able to use their knowledge of art theory, art and other related fields to analyse the marketization of art and the development of consumer society in context with developments in the visual arts, 
  • have gained knowledge of the thought and works of artists who have engaged with consumer society, some in a critical way, but others by embracing it, 
  • be able to understand and engage with cross-disciplinary theoretical discussions of consumer society and the development of the art world, 
  • be able to refer to and discuss various theoretical approaches to the contents of the course and employ this in their own writing and work. 

Námsmat: Þátttaka og skrifleg verkefni

Kennari: Jón Proppé
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga, kl. 08:30-10:10 / Tuesdays, at 8.30-10.10
Tímabil: 1. september til 10. nóvember  / 1st of September to 10th of November
Kennslutungumál: Enska / English
Stig: BA (BA2, BA3, MA)

Einingar: 4 ECTS

Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálgi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is