Vélmenni gegna hraðvaxandi hlutverki í okkar nútíma samfélagi. Heft geta þeirra til að hafa skoðanir eða eigin hugsanir utan þeirra sem þau eru prógrameruð fyrir* hefur heillað mig. Eini tilgangur og geta Áhorfandans** er að veita fólki athygli. Finnum við fyrir spennu við að fá athygli vélmennisins? Eða öfund meðan það einbeitir sér að einhverjum öðrum?
 
Verkið sjálft horfir á andlit áhorfandans og reynir ekki aðeins að sýna áhorfendum verksins athygli, heldur samstundis að fjalla um athyglina sjálfa. Heimspekingurinn Descartes talar um í sinni frægu setningu “ég hugsa, þess vegna er ég til”  að við getum ekki sannað að neitt sé til nema samtímis því að upplifa það; heyrum, snertum og sjáum til dæmis. Með öðrum orðum getur ekkert verið til nema að við sýnum því athygli og aðeins á því augnabliki. 
Samskiptahefðir hafa þróast ört á seinustu árum. Samskipti fólks er að verða í auknu mæli rafræn og samtímis dregur úr líkamlegum samskiptum fólks, auglitis til auglitis. Þar sem Áhorfandinn er einhverskonar rafrænn líkami þá mætti segja að hann sé bæði í hlutverki rafrænna samskipta og líkamlegra í þessu samhengi. Hann bíður okkur bæði nánd og fjarlægð. Þennan víbring hlutverka má einnig finna milli Áhorfandans og áhorfandans. Þegar manneskja og listaverk sýna hvort öðru athygli verður hlutverk listamans, listaverks og áhorfanda óljós. Er athygli eitthvað sem vélar geta gefið?
 
Móki (Jóhann Ingi Skúlason) hefur með verkum sínum verið að rannsaka hegðun fólks og samband þeirra gagnvært tækni. Hvernig tæknin er orðinn hluti af mannfólki á beinann eða óbeinann hátt með þáttöku hennar í nær öllum gjörðum fólks nú til dags.
 
 
*Allavegana ekki ennþá.
**Lokaverkið Áhorfandinn sem sýndur er á Kjarvalstöðum er einhverskonar vélmennaarmur. Þó ekki armur eins og á fólki heldur eitthvað sem nær líkist krana. Áhorfandinn getur teygt sig í allar áttir og með hjálp myndavéla og dýptarskynjara leitar hann að mennskum andlitum. Þegar Áhorfandinn finnur andlit teygir hann sig í áttina að því og virðir það fyrir sér um stund. Eftir að Áhorfandinn hefur virt andlitið fyrir sér fer hann að leita að næsta andliti og svo framvegis.
 
[Verkið var unnið í samstarfi við Gunnlaug Kristinn Hreiðarsson, tölvunarfræðing; Þórð Hans Baldursson, hugbúnaðarverkfræðing; og Þórð Jónsson, útskriftarnema í vélaverkfræði.]