Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Skyldunámskeið í BA námi í myndlist.

Í námskeiðinu er fjallað um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri myndlist á tímabilinu frá því um miðbik 19. aldar til 7. áratugar 20. aldar Leitast er við að varpa ljósi á myndlist tímabilsins með því að skoða og greina fjölda ólíkra listaverka um leið og hugað er að þeim menningar-, heimspekilegu- og sögulegu forsendum er lágu þeim til grundvallar.

Kynntar eru jafnt hefðbundnar sem nýjar leiðir til skilnings á list módernismans, ásamt því að reifa nokkrar af þeim meginhugmyndum og kenningum sem markað hafa fræðilega umræðu um myndlist á 20. öld. Sérstaklega er þó staldrað við verk og skrif þeirra listamanna er umbreyttu viðteknum listhugmyndum tímabilsins með nýstárlegri hugsun sinni og nálgun í listsköpun og vörðuðu þannig leiðina til þeirrar myndlistar sem við þekkjum í okkar samtíma.

 

Námsmat: Skrifleg verkefni og heimapróf.

Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir + NN 

Staður og stund: Laugarnes, mánudaga og miðvikudaga, kl. 10.30-12.10  

Tímabil:  26. ágúst til 20. nóvember  

Kennslutungumál: Íslenska   

Einingar: 8 ECTS

Stig: BA  

Verð: 98.000 kr. (án eininga) / 122.400 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

 

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is