Sláðu inn leitarorð
Mirjam Maekalle
Ferningurinn er grunnlínan sem allt byggist á. Tveir einstaklingar koma saman á þessari hlutlausu grundu. Þeir horfa frá hvor öðrum, hver með sínum eiginleikum og hæfileikum sem viðhalda þrjósku í hugarheimi þeirra.
Tilfinningar sjóða upp úr og spennan magnast í von um réttmæti tilvistar þeirra. Þeir hafa möguleika á að samþykkja eða sættast í samkomulagi, en tillitsleysi mun stýra þeim í burtu frá hlutlausri grundu.
Snúningurinn er viðvarandi, eitt sem ýtir og hitt sem togar, báðir stefna að sjálfstæði hvorugir viljugir að slíta sig í burtu. Svartur pallur af hinu leikræna veitir tilfinningum dramatík og komedíu. Einn stingur sér í gegnum hlutlausa grunninn og hinn teygir fætur sína út fyrir. Er betra að fara í gegn eða framhjá?
málmur, spónarplata, mótor
116x116x220 cm



