Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynna sér tónlistarlegar rætur Michael Jackson. Námskeiðið er valnámskeið á BA - stigi tónlistardeildar.
 
Í þessum áfanga verður leitast við að varpa ljósi á fjölbreytilegan feril tónlistarmannsins Michael Jackson og þau áhrif sem hann hefur haft á tónlistarbransann og dægurmenningu. Tónlistarlegar rætur Jackson verða skoðaðar, allt frá árdögum R&B, sálartónlistar, söngleikja og rokk og róls til annarra stíltegunda sem áttu þátt í að móta hann sem tónlistarmann. Sérstökum tíma verður varið í að skoða bandarísku útgáfuna Motown sem einsetti sér að koma tónlist svartra til hvítra hlustenda í Bandaríkjum sjöunda áratugarins. Menningarlegur bakgrunnur Michael Jackson og samhengi við bandarískt samfélag verður til umfjöllunar og þáttur Jackson á meginstraumsvæðingu svartrar tónlistar í Bandaríkjunum og um allan heim. Tónlist Michael Jackson frá öllum tímabilum í lífi hans verður krufin og einnig koma samstarfsfólk og aðrir áhrifavaldar við sögu. Orðræða um Michael Jackson eins og hún birtist í fjölmiðlum verður skoðuð, og verður leitast við að varpa ljósi á bæði Michael Jackson sem konung poppsins en einnig skrýtna Michael, eða “Wacko Jacko” eins og fjölmiðlar tóku að kalla hann á níunda áratugnum. Í áfanganum verður farið í gegnum fjölda greina og heimildamynda sem og mikið af hlustunarefni til að varpa ljósi á ofantalda þætti.
 
Námsmat: Próf, ritgerð, þátttaka í tímum
 
Kennari: Berglind María Tómasdóttir
 
Staður og stund: Skipholt 31, stofa 633.
 
Tímabil: 2. október- 4. desember, 2018.
  • 2. október: 08:30 - 10:10
  • 9. október: 08:30 - 10:10
  • 16. október: 08:30 - 10:10
  • 23. október: 08:30 - 10:10
  • 06. nóvember: 08:30 - 10:10
  • 13. nóvember: 08:30 - 10:10
  • 20. nóvember: 08:30 - 10:10
  • 27. nóvember: 08:30 - 10:10
  • 4. desember: 08:30 - 10:10
 
Einingar: 3 ECTS.
 
Verð: 36.750 kr. (án eininga) /  45.900 kr (með einingum)).
 
Forkröfur: Stúdentspróf.
 
Nánari upplýsingar:  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar. indra [at] lhi.is.