Kontento naman ako / I am content / Ég er sátt

Blönduð innsetning / Mixed media installation

230 x 190 x 200 cm

2022

Ég skapa minnisvarða um það að tilheyra ekki. Mín listiðkun snýst um að rannsaka djúpstæða skörun á sjálfævisögulegan hátt. Þetta eru berskjaldaðar narratívur um sjálfan mig, sem ég kýs að deila. Verkin mín velta fyrir sér vandamálunum fólgin í sköpun og skynjun sjálfsímyndar og hvernig tungumálið tjáir það. Í því ferli reyna verkin að brjóta niður og draga í efa ályktanir um föst félagsleg hlutverk og jaðarsetningu mismunar.

Alla tíð hliðruð, krefst ég þess að öðlast mína sjálfsmynd. Mitt daglega líf er í uppreisn við hið hvíta vestræna feðraveldi; ég fagna annarleika mínum með því að skapa verk sem fjalla um jaðarsetningu. 

Með aðkallandi pólítík sjálfsímynda og kynþáttarfordóma í huga vil ég skilgreina mig á eins víðan hátt og hægt er. Ég er nær broslega tjóðruð við takmörk vinstri miðaða pólitíska rétthugsun (þrátt fyrir að vilja forðast ónærgætni.) Í hinu víðara samhengi lít ég helst á mig  sem trúleysingja, þrítugan femínista, gagnkynhneigðan asískan innflytjanda, íslenska konu af filippseysku bergi brotin. Einnig er ég dóttir, systir, grænmetisæta og í sambandi við manneskju af öðrum kynþætti. Í gegnum þessi tákn tilheyri ég iðulega einhverjum hópi sem er hunsaður, jaðarsettur, blætisvæddur, gerður ósýnilegur og óheyrður, léttvægur og “aðraður”. Án þess að grafa upp öll þau orð sem varða útilokun og öðrun, ég býst ekki við því af neinum, hvorki mér né öðrum, að tengja við allan þennan lista af orðum. Í besta falli er þetta bráðabirgðagrunnur til að skilja skörun sjálfsímynda sem afleiðingu undirokunar, sem er tilkomin vegna rasískrar, þjóðhverfar, nýlendumiðaðar feðraveldisnýfrjálshyggju.

Verkin mín sporna við uppflosnun og verða að stað eða sviði þar sem andspyrna við jaðarsetningu er tjáð með orðum og svo viðurkennd. Þar sem minnisvarðar hafa lengi vel verið reistir til þess að heiðra og upphefja landtöku er það þrautinni þyngra að ákveða hvernig er best að reisa minnisvarða um skammarlegt og trámatískt efni án þess að fagna því. Þannig að í stað þess að upphefja umfjöllunarefnið, þá skapa ég úr því vandamál og trúi því að hámarks uppgjör sé að finna með því að mæta vandanum augliti til auglitis, þrátt fyrir þá kvöl sem ég upplifi samfara því.

 

melanie_01.jpg