Mat á heimildum - atriði til umhugsunar

Mat á heimildum er veigamikill þáttur í upplýsingalæsi, en samkvæmt skilgreiningu American Library Association býr upplýsingalæs einstaklingur yfir eftirfarandi hæfni:

• veit hvenær upplýsinga er þörf
• hefur yfir að ráða færni til að finna upplýsingar og meta gæði þeirra
• kann að nýta sér upplýsingar í námi og starf

Færni í upplýsingalæsi stuðlar að og er góður undirbúningur fyrir símenntun einstaklinga.

Traustur ábyrgðaraðili
Hver er höfundur efnis? Er hægt að hafa samband við hann - er t.d. gefið upp tölvupóstfang?
Hefur höfundur sérþekkingu á því sviði sem fjallað er um?
Athugið að gera mun á ritstjóra og höfundi efnis.
Hver gefur heimildina út? Einstaklingur, háskóli, fagfélag …?

Óhlutdræg umfjöllun
Hver er tilgangur heimildarinnar?
Hve nákvæmar eru upplýsingarnar sem koma fram?
Er umfjöllunin einhliða eða er fjallað um efnið frá fleiri en einu sjónarhormi?

Nýjar upplýsingar
Hvenær var heimildin unnin? Vísar heimildin í áreiðanlegar heimildir máli sínu til stuðnings?

Ef um vefsíðu er að ræða, hvenær var síðan uppfærð síðast?
Eru tenglar á síðunni virkir?
Vísa tenglarnir í “góðar/áreiðanlegar” vefsíður og bæta þeir einhverju við efni vefsíðunnar?