Mitt óaðskiljanlega ánægjuverk gert fyrir þann sem eltir mig, þó ég viti ekki hver það er / My integral labour of love for the one who follows me, though I do not know their name

Pappír, ull, bómull /Paper, wool, cotton

29cm ²

2022

 

Að minnast framtíðarinnar

Í nýlegu fjölskyldusamtali töluðum við um ólíkar ástæður þess að ég og systkini mín vorum oft sein í skólann þegar við vorum að alast upp. Foreldrar mínir útskýrðu að við hefðum viljað leita að áhugaverðum hlutum á gólfinu eða í garðinum. Ég fann oft eitthvað sem mér líkaði og tók það heim eða með í skólann til að rannsaka um stund. Síðan hamraði ég á því að við ættum að muna hvar það var sem við fundum fjársóðina og skila þeim nákvæmlega á sama stað og við fundum þá.

Kæri lesandi,

í listsköpun minni sem fullorðin manneskja hef ég verið upptekin af þessari rútínu að skoða, rannsaka, virða og skila til baka, en ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta ætti sér rætur svona langt aftur í barnæsku mína. Um þessar mundir velti ég vandlega fyrir mér ólíkum aðferðum til að virða og þróa samhljóm við efnið, nærumhverfið sem og lifandi og ó-lifandi verur sem félaga eða samstarfsaðila.

Ég hef nýlega verið að teikna beint inn í landslagið í efni þar sem ummerki mín verða máð út af umhverfinu eða veðrinu þegar ég er horfin á brott; í snjó, leðju eða sand. Í stúdíóinu hef ég verið að teikna myndir af fuglum í mismunandi berskjölduðu ástandi eða leik, þar sem ég nota mína eigin aðferð við að leika með teikniáhöldum til að tjá umhyggju mína fyrir þessum dýrum.        

Mikið af því hvernig ég haga mér meðan ég geri eða framkvæmi list mína kemur frá athugunum mínum á ómennskum verum, eins og fuglum og skordýrum. Ég læri hvernig veran kemst í gegnum daginn sem einmana vera í ó-einmanalegri tilveru, og ég finn samhljóm með ákvörðunum hennar og gjörðum.

Meðan ég bý til list er ég opin fyrir þeim ákvörðunum sem efniviðurinn sjálfur tekur í samningaviðræðum okkar. Efniviðurinn er við stjórnvölinn þegar kemur að hans eigin efnafræðilegu og forgengilegu eiginleikum. Í ár safnaði ég sjávargleri og gerði tilraun til að bræða brotin saman í eina einstaka glerplötu. Samkvæmt eigin vilja tók glerið að þenjast út og brjóta mótið sem ég hafði hannað. Núna heldur það áfram að springa og breytast um leið og það þroskast.  

Í rannsóknum mínum geri ég hið ljóðræna og pólitíska samband við náttúruna og mannlegt samfélag að viðfangsefni mínu, sem byggir á samlífi og dýnamík. Í verkum mínum geri ég það ljóst að ég er meðvituð um að smáar hreyfingar geti haft endurómandi áhrif á stærri aðstæður og rými. Venjulega handgeri ég verkin til að komast að persónulegum skilningi á smáatriðunum sem felast í hlut eða innsetningu. Stand by me er gert úr einstökum handrenndum skákmönnum í sömu stærð. Hver hlutur er einstakur á sjónrænan hátt og sjálfstæður, en saman standa þeir sem einn.

Ég framkvæmi svipaðar bendingar í Eye to Eye as Strangers, en ég tók líka meðvitaða móðurlega ákvörðun sem listamaðurinn á þessari einkasýningu að þróa karakter rýmisins þannig að það gæti mætt þörfum míns litla, einmanalega skúlptúrs; með því að þrífa og breyta hljóðinu, hitastiginu, lýsingunni og veggmálningunni sem aðferð til hreiðurgerðar. Ég varpa mínum eigin tilfinningum um einmanaleika, sorg, von, gleði og ást á skúlptúrana mína og ber umhyggju fyrir þeim eins og mér sýnist þurfa.

Ég leitast við að finna nánd í annars hugar heildum. Ég nota listina sem verkfæri til að leiða mig gegnum áþreifanlega ljóðrænu, til að hugsa mig í gegnum pólitík sem samtal í skynrænni menningu, og sem aðferð til að halda mér villtri. Í gegnum listina skuldbind ég mig til að vera einn lítill en samt mikilsverður hluti af heiminum.  

Martha x

Sérstakar þakkir fá ræstitæknar, húsverðir, viðgerðarfólk, kennarar, starfsfólk skrifstofu, verkstæða og bókasafns við LHÍ fyrir stuðninginn og umhyggjuna sem mér hefur verið sýnd í skólanum. Þakkir til nemendanna í MA og BA náminu fyrir yndislegt samfélag. Þakkir til fjölskyldunnar minnar, alltaf. Takk, nýjir og gamlir vinir og þeir sem hafa veitt mér stuðning með óteljandi leiðum yfir síðustu ár.  

5._martha_haywood-_martha20lhi.is-7.jpg