This is not a toy

Leikföng hafa gífurlega gildishlaðna hugmyndafræðilega, sögulega og efnahagslega þýðingu. Á sama tíma er leikurinn ófyrirsjáanleg gjörð, óbeislaður og opinn til mótunar. Í verkinu eru þrjú rótgróin leikföng afbyggð til að opna á einkenni leiksins sem er byggður á óbeisluðu ímyndunarafli og ófyrirsjáanlegum tilgangi. Með þessu vill hönnuðurinn finna nýja merkingu í þeim leikföngum sem hafa verið ofhlaðin með fjöldaframleiðslu markaðarins til áratuga. Hönnuðurinn leitast við að opna aftur fyrir þær margbrotnu túlkunarleiðir sem óskýr tilgangur leikfanga getur boðið upp á. Þetta er viss andstæða við þá hamlandi notkunarmöguleika sem hafa orðið áberandi í heimi leikfanga. Rugguhesturinn, dúkkan og kubbarnir. Núna reiða leikföngin sig enn frekar á ímyndunaraflið í leik – bæði fyrir fullorðna og börn. 

3._marsibil_sol_thorarinsdottir_blondal_marsibilsolgmail.com-4.jpg