Hlutverk
Hlutverk bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands er að veita nemendum og starfsfólki skólans, auk annarra sem til skólans leita, aðgang að fjölbreyttu efni um listir og menningu, s.s. fræðibókum, tímaritum, myndefni, leikhandritum, hljómplötum, diskum og nótnabókum. Starfsmenn leiðbeina notendum um notkun safnsins og aðstoða þá við leit að upplýsingum í rafrænum gagnasöfnum.

Meginmarkmið
• Að byggja upp og skipuleggja sérhæfðan safnkost á öllum formum.
• Að starfrækja nútímalegt rannsóknar- og sérfræðibókasafn á sviði myndlistar, arkitektúr og hönnunar, leiklistar og tónlistar og styðja við kennaranám á sviði lista.
• Að veita notendum auðveldan aðgang að heimildum innan og utan safnsins og kenna þeim að notfæra sér hinar ýmsu upplýsingaleiðir.
• Að veita sérhæfða upplýsingaþjónustu um myndlist, arkitektúr, hönnun, leiklist, dans, tónlist og listkennslu.