Markmið
Markmið myndlistardeildar eru að skapa nemendum aðstöðu til að auka þekkingu sína og skilning á samtímamyndlist; að móta gagnrýna meðvitund á sögu og kenningum fagsins þar sem forvitni, skilningu og áræði eru höfð að leiðarljósi. Að nemendur geti þroskað og þróað mér sér sjálfstæða myndhugsun sem miðar að því að þeir verði hæfari til að takast á við hlutverk sitt og stöðu sem myndlistarmenn.  Myndlistardeild stendur fyrir verkefnum á sviði handverks, listsköpunar og fræðigreina í því markmiði að hvetja nemendur til gagnrýninnar og skapandi hugsunar sem skilar sér með markvissri framsetningu á sjálfstæðum myndverkum.

Hlutverk
Hlutverk myndlistardeildar er að vera leiðandi afl í myndlistarkennslu á háskólastigi. Að deildin verði vettvangur kennslu, upplýsingar, rannsókna og umræðu. Að nemendur og kennarar taki virkan þátt í menningarlífinu og rækti tengsl jafnt við almenning, listheiminn og atvinnulífið í landinu.