mariella.thayer [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Guðrún Geirsdóttir

Nýjar námskrár eru samdar og innleiddar reglulega á Íslandi. Margt hefur áhrif á innleiðingu þeirra í skólastarfi. Árið 2013 gaf Mennta- og menningarmálaráðuneytið út nýja Aðalnámskrá fyrir grunnskóla þar sem kynnt voru ýmis nýmæli. Breyttar áherslur í aðalnámskrá grunnskólanna og viðhorf myndlistakennara til hennar voru megin rannsóknarefni þessarar rannsóknar. Gagna var aflað með tvennum hætti. Annars vegar var gildandi aðalnámskrá textagreind til að greina helstu nýmæli sem þar eru að finna svo og einkenni þeirra og hugmyndafræði sem að baki þeirra liggur. Hins vegar voru tekin viðtöl við fjóra starfandi myndmenntakennara um viðhorf og skilning þeirra á þessum nýmælum og hvernig þeim hefur tekist til að innleiða þau í kennslu. Meginniðurstöður rannsóknarinar eru að nýmæli í nýrri námskrá eru grunnþættir menntunar, hæfniviðmið, lykilhæfni og matsviðmið. Þessir fjórir þættir gera ýmisar kröfur um breytta kennsluhætti og skólastarf. Niðurstöður sýna jafnframt að þeir myndmenntakennarar sem tóku þátt í rannsókninni eru nokkuð sáttir við námskránna þó þeir hefðu misgóðan skilning á lykilhugtökum sem þar eru kynnt. Hugmyndir námskrár féllu misvel að starfskenningum kennara en eiga sér góðan hljómgrunn innan greinarinnar myndlistar. Helsta áskorun námskrár er breytt áhersla í námsmati og er það sá þáttur sem kennurum finnst erfiðast að glíma við.

The path to implementing the National Curriculum: Interviews with Icelandic art teachers about the National curriculum 2013

New national curricula are developed and introduced regularly in Iceland. Many factors affect the success of their implementation in schools. In 2013, the Ministry of Education began implementation of the National Curriculum for primary schools (grades one through ten) introducing several new provisions. This restructuring of the National Curriculum for primary school education and the visual art teachers’ reaction to it was the main objective in this study. Data for the study were collected by analyzing the current national curriculum text to identify key innovations therein, and by conducting interviews with four art teachers. Their attitudes towards and understanding of these innovations were analyzed as well as how they have been able to incorporate the changes into their teaching. The analysis revealed four new provisions in the curriculum, which are: the fundamental pillars of learning, learning outcomes, core competencies, and assessment criteria. These four provisions demand change in teaching methods and school culture. Results of the study also show that the visual arts teachers who participated in the study are quite satisfied with the national curriculum, though there is some misunderstanding of the curriculum’s key concepts. The new curriculum may necessitate a change in or restructuring of professional theories for some teachers, while others find that the new provisions actually suit their previous practices. The main challenge of this curriculum change is the focus on assessment; it is the innovation that teachers find most difficult to implement.