Vistarverur eftirsjár

Ég hef áhuga á byggingafræðilegum mannvirkjum og einingum sem hafa hagnýtt gildi en geta einnig falið í sér táknræna merkingu. Súlur sem halda uppi loftinu geta verið tákn um auð og guðdóminn eða lélegan smekk. Dyr, gluggar og hlið eru gáttir að öðrum rýmum og víddum. Rúm og sófar eru einnig gáttir, þeir fá mann til að færa líkamann úr lóðréttri stöðu í lárétta. Mér líka staðir sem fá mann til að komast að tilfinnangalegri niðurstöðu.
 
Herbergið mitt er tómt. Gardínurnar eru dregnar fyrir, þær eru brúnar og blautar. Það er bjart úti og inni hangir eitt ljós úr loftinu. Það er mjög skært og kalt, eins og á tannlæknastofu. Gólfið og veggirnir eru berir. 
 
Sumt af uppvaskinu og matarafgöngunum er farið að mygla. Herbergið er rakt og hlýtt, og lyktar eins og unglingur hafi vaknað rétt í þessu inni í því. 
 
Eftirlætissjónvarpsþátturinn minn er Love after Lockup. Hann er um fólk sem tekur saman við fanga og hvað gerist svo þegar þeim er sleppt úr fangelsi. Þátturinn er um örvæntingu, skelfilegar ákvarðanir í lífinu og rómantík.