Verkefnið fjallar um að efla tengsl íbúa í gamla Vesturbænum og borgaralega óhlýðni með því að breyta ónýttu borgarlandi í frjósama jörð. Hugmyndin var að koma á fót samfélagsgarði sem myndi laða að sér íbúa og verða vettvangur fyrir samvinnu, samveru og samtal. Íbúum gæfist kostur á að rækta grænmeti en um leið vináttu og tengsl, deila reynslu og þekkingu þvert á kynslóðir, þjóðerni og samfélagsstöðu. Samfélagsgarðurinn yrði, eins og nafnið gefur til kynna, samfélagslegt verkefni og gróðrarstöð - bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu þess orðs: Í gamla Vesturbænum myndi spretta upp vin; fjölbreytt útivistar- og ræktunarsvæði sem myndi vaxa og dafna með þátttöku og samvinnu íbúa hverfisins. 

 

Fyrir fjórum árum síðan gerði ég ásamt fjórum öðrum konum tilraun til að hefja þessa vinnu með Reykjavíkurborg; en vegna skorts á grænum svæðum í hverfinu, getuleysi og ráðaleysi borgarinnar til að greiða götu verkefnis sem þessaog síðar vegna Covid-faraldursins fór verkefnið í biðstöðu. Nú var kominn tími til að láta til skarar skríða og láta hugmynd okkar verða að veruleika, óháð stöðu mála hjá Reykjavíkurborg, enda höfðu samskipti við borgaryfirvöld einkennst af tregðu og ráðaleysi. Ég var forvitin að sjá hvað gerðist ef einstaklingar tækju málin í sínar hendur, sýndu vilja í verki og réðust í jákvæða uppbyggingu á ónýttu borgarsvæði. 

 

A yellow house with a white fence</p>
<p>Description automatically generatedOrange flowers in a garden</p>
<p>Description automatically generatedA circular grass circle in a gravel area with buildings in the background</p>
<p>Description automatically generated

 

Vinnuna skrásetti ég í formi dagbóka, hljóðrita, ljósmynda og myndbanda. Ígrundun fólst í að skoða ferlið og vinnuna útfrá hinu samfélagslega, pólitíska og persónulega og einnig skoðaði ég tengslin við slíka vinnu við námsumhverfið og kennslu. 

 

A person standing in front of a white fence and a yellow house</p>
<p>Description automatically generated