Við erum alltaf að taka ákvarðanir. Í þessari línu er tekin ákvörðun um að taka ekki þátt í að skapa meiri eftirspurn eftir fjöldaframleiddu kemískt meðhöndluðu efni úr verksmiðjum. Það er nægur efniviður til í heiminum. Fatalínan er unnin úr notuðum textíl og fatnaði. Mikil rannsóknarvinna er að baki þar sem leitin að bestu mögulegu meðhöndlun og vinnslu var höfð að leiðarljósi. Efnin eru til dæmis ofin úr stuttermabolum og rúmfötum. Við litun var notast við náttúruefni sem annars hefðu lent í ruslinu, eins og avókadóstein og hýði af lauk og avókadó.