Ég vinn aðallega í olíu og vatnsliti, þó hef ég gaman að vinna með vídeó og klippimyndir. Fyrir mig þá er það ekki bara mikilvægt að koma skilaboði til skila til sýningargestsins, heldur að leyfa þeim að móta sína eigin skoðun á verkinu.
 
Þetta er nauðsynlegt í myndlist, því mynd getur sagt meira en þúsund orð. Þetta fer auðvitað á móti straumnum í okkar nútíma, með allar sínar tískur or stefnur. Í list í dag þá er mínímalismi oft ráðandi þáttur, sem listasefna og þegar kemur að vinsældum. Vandamál sem maður ætti að passa sig á í samhengi mínímalismans er að drekkja ekki verkinu með löngum heimspekilegum textum, þar sem þetta setur pressu á þolinmæði sýningargestsins.  
 
Stundum íhuga ég verk eldri listamanna frá heimalandi mínu Færeyjum. Þetta er greinilegt í sumum verkum mínum, sem eru máluð í nýklassískum stíl. En nýlega hef ég orðið áhugasamari um að minnka val á litum og formum til að birta sterkara og skýrara skilaboð til sýningargestsins.  
 
Þá eru sálfræðileg og andleg áhrif litanna á áhorfandann einnig áhugaverð, og hvernig skynjun á lit getur breyst eftir því hvaða litur er við hliðina á honum.