Lotta Kaarina Nykaenen
Flora Vulgaris
Grafísk hönnun

 
Af hverju er svona erfitt að halda plöntum á lífi? Hvernig getum við skilið plöntur betur? Þetta eru spurningar sem Flora Vulgaris reynir að svara. Er kannski hægt að líta á plöntur sem manneskjur? Það getur verið erfitt að hugsa um plöntur, þær eru stundum plássfrekar og skapa oft óreiðu – að búa með plöntu líkist því helst að vera með sóðalegan herbergisfélaga. Í myndasögunum er leitast við að skoða nánar sambandið á milli plantna og eigenda þeirra og það sett í samhengi við samskipti tveggja herbergisfélaga sem eiga það til að fara í taugarnar á hvor öðrum.