Námi í öllum deildum skólans lýkur með lokaverkefni og lokaritgerð. 

Nemendur skila inn rafrænu eintaki af lokaritgerð á skemman.is sem er stafrænt varðveislusafn háskólanna á lokaritgerðum. 

Bókasafnið varðveitir ekki prentuð eintök lokaritgerða en lokaritgerðir fyrri ára má nálgast á skemman.is 

Prenteintök af ritgerðum sem eru eldri en skemman.is eru varðveitt í geymslu og eru ekki aðgengileg nema í samráði við deild eða leiðbeinanda og með formlegu leyfi höfundar. 

Meistaraprófsritgerðir eru skráðar í bókasafnsgrunninn Gegni og skráningar þeirra aðgengilegar á leitir.is.

Hér má nálgast sniðmát að lokaritgerð sem gildir fyrir allar deildir skólans:

 

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig ritgerð er skilað í skemman.is:

 Leiðbeiningar um skil í skemman.is. Guide for skemman.is hand-in.  (300,8 KB)

Við skil lokaritgerða þarf að velja þá deild sem útskrifast er frá sem og námsstig: BA eða MA. 
Nemendur skrá sig inn á skemman.is með Myschool aðganginum sínum. 

Mikilvægt er að klára að fara í gegnum allt ferlið. Því lýkur með því að samþykkja skilmála og senda verkið inn. 

Ritgerðir eru birtar á Skemmunni að lokinni útskrift en nokkrir dagar geta liðið frá útskrift og þar til ritgerðin er birt á Skemmunni. 

Mælst er til þess að nemendur hafi lokaritgerðir sínar opnar, ekki síst þar sem þeim gagnast að geta vísað á ritgerðir sínar að útskrift lokinni. 
Til að fá lokaða ritgerð opnaða eftir útskrift þarf að bóka tíma hjá bókasafninu, framvísa persónuskilríkjum og fylla út formlega beiðni þess eðlis.