Ónáttúrulegt samtal

Handskrift hvers og eins er einstök – hún dregur  upp ýmislegt fleira en eingöngu bókstafi. Líta má á handskrift sem hversdagslega og áreynslulitla leið til þess koma hugsunum á blað, en á sama tíma eitthvað sem endurspeglar vissa reynslu, stílbragð og þekkingu þess sem beitir henni. Með því að vélvæða handskrift er tölvugreind og hinu mennska stefnt saman, og spurningarmerki er sett við skilgreininguna á vél sem hefur mannlega eiginleika. Verkið sem hér birtist er byggt á vangaveltum um hvort tölva geti tileinkað sér sinn eigin stíl sem byggður er á reynslu og listfengi. Ef handskrift getur sagt okkur fjölmargt um þann sem beitir henni, hvaða ályktanir drögum við þá af vél sem hefur sína eigin handskrift? 

6._loa_yona_zoe_fenzy_loafenzygmail.com-23.jpg