Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið er opið fólki með myndlistarmenntun sem vill sækja sér símenntun. Valnámskeið í bakkalárnámi í myndlist. 
Á námskeiðinu er farið yfir þróun ljósmyndamiðilsins innan myndlistar frá miðbiki 19. aldar til samtímans. Sjónum er einkum beint að listamönnum er höfðu víðtæk áhrif með verkum sínum á skilning okkar á samtímamyndlist. Sérstaða ljósmyndamiðilsins er greind og unnið er með hugmyndir lista- og fræðimanna um möguleika og takmörk miðilsins. Rýnt er í ljósmyndaverk og listhugsun þeirra er vinna með ljósmyndir í verkum sínum á forsendum listasögu, heimspeki og menningarfræða. Sérstök áhersla er lögð á samtímamyndlist og fræði.
Námsmat: Ritgerðir, hópaverkefni og ástundun
 
Kennari: Brynja Sveinsdóttir
 
Staður og stund: Þriðjudaga kl. 8:30 - 10:10, Laugarnesvegi 91.
 
Tímabil: 15. janúar - 26. mars
 
Einingar: 4 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is