Fyrir hverja er námskeiðið:
Í fjarnámskeiðinu er fjallað um listreynslunina, það að skapa og neyta listar, hvaða merkingu slík reynsla hefur haft í aldanna rás og hvað slík reynsla í samtímanum á sammerkt með listreynslu fyrri alda. Námskeiðið byggir á ritgerð þýska heimspekingsins Hans Georg Gadamer, „Mikilvægi hins fagra – Listin sem leikur, tákn og hátíð“, sem hann skrifaði 1973 fyrir unga listfræðinema. Við munum kanna hugmyndir Gadamers í ljósi fortíðarinnar og samtímans með vísun í fleiri grunnhugmyndir á forsendum mannfræðinnar, sálgreiningarinnar og hinnar fagurfræðilegu umræðu. Meðal annara heimilda eru textar frá Carlo Sini, Jacques Lacan, Jean-Luc Nancy og Giorgio Agamben. Allt námsefni er á íslensku. 

Í lok námskeiðisins eiga nemendur að:

  • skilja samhengi og merkingu listreynslunnar, það að skapa og neyta listar, 
  • geta metið hvað listreynsla fyrri alda á sammerkt með listreynslu í samtímanum,  
  • geta borið saman listreynslu í gegnum tíðina út frá myndverkum og hugmyndum lista- og fræðimanna,  
  • kunna skil á fagurfræðilegri umræðu valinna heimspekinga um listreynsluna og geta sett hana í samhengi við nokkrar hugmyndir mannfræðinnar og sálgreiningarinnar, 
  • geta sett eigin viðfangsefni í listsköpun og/eða listfræði í gagnrýnið og skapandi samhengi við við?efni námskeiðsins í ræðu og riti. 

Námsmat: Skrifleg verkefni, umræður og ritgerðarspurningar
Kennari: Ólafur Gíslason
Staður og stund: Fjarkennsla, 14. janúar til 25. mars 2021
Tímabil: fimmtudaga, kl. 10:30-12:10 (engin kennsla í verkefnaviku 11. mars)
Kennslutungumál: íslenska
Stig: BA 
Einingar: 4 ECTS
Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 
Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is