Listasagan sem persónuleg reynsla frá forn-klassískum tíma til samtímans. Heimildir: Hans Georg Gadamer, Friedrich Nietzsche, Giorgio Agamben, Carlo Sini, Jean-Luc Nancy og Jacques Lacan. Allt námsefni á íslensku. Námskeiðið er í formi fyrirlestra. Námskeiðið hentar öllu áhugafólki um myndlist, heimspeki, fagurfræði, listasögu, mannfræði og hugmyndasögu. Þátttakendur þurfa að hafa tíma til heimavinnu sem felst fyrst og fremst í lestri. 

Hæfniviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
- Skilja samhengi og merkingu listreynslunnar, það að skapa og neyta listar,
- geta metið hvað listreynsla fyrri alda á sammerkt með listreynslu í samtímanum,
- geta borið saman listreynslu í gegnum tíðina út frá myndverkum og hugmyndum lista- og fræðimanna,
- kunna skil á fagurfræðilegri umræðu valinna heimspekinga um listreynsluna og geta sett hana í samhengi við nokkrar hugmyndir mannfræðinnar og sálgreiningarinnar, 
- geta sett eigin viðfangsefni í listsköpun og/eða listfræði í gagnrýnið og skapandi samhengi við efni námskeiðisins í ræðu og riti.

Kennari: Ólafur Gíslason
Deild: Myndlistardeild

Kennslutímabil: 7. júní til 2. júlí, ath ekki er kennsla 17. júní
Kennsludagar: Mánudagar og fimmtudagar
Kennslutími: 10:00-12:00
Fyrirkomulag kennslu: Fyrirlestrar
Kennslustaður: Þverholt 11, fyrirlestrarsalur B
Kennslustig: Bakkalár
Forkröfur: Stúdentspróf 
Einingar: 2 ECTS einingar, einnig er hægt að taka námskeiðið án eininga
Námsmat: Skrifleg verkefni, umræður og ritgerðarspurningar

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður.
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Karólína Stefánsdóttir og Björg Stefánsdóttir

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu breyst með skömmum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku

Rafræn umsókn

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

FYRIRSPURNIR
sumarnam [at] lhi.is