Námskeiðið er fyrir nemendur sem hyggjast vinna að listrannsóknum. Námskeiðið er skylda fyrir nemendur í listkennsludeild. 

Í námskeiðinu eru aðferðir og hugmyndir um listrannsóknir skoðaðar og ræddar. Lögð er áhersla á rannsóknarferli sem hluta af vinnuferli listamanna. Einnig verða kynntar listmiðaðar rannsóknaraðferðir sem hluta af eigindlegum rannsóknaraðferðum. Farið verður yfir þróun listrannsókna og listmiðaðra aðferða og skoðaðar áherslur í tengslum við framahaldsnám og listkennslu.  

Greint er þríþætt hlutverk listamanna sem fást við frumsköpun, rannsóknir og kennslu og skoðað hvernig þessir þættir vinna saman. Áhersla er lögð á að skoða tengsl skrifa meðfram listsköpun og skoðuð ólík dæmi um það hvernig listamenn nálgast skrif. Námskeiðið er fræðilegt námskeið þar sem áhersla er lögð á greinandi vinnubrögð og að nemendur tengi fræðin við eigin listsköpun.  

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • þekkja til og geta fjallað um helstu einkenni listrannsókna,
  • hafa öðlast þjálfun í því að fjalla um listsköpun í tengslum við rannsóknir, 
  • þekki til ólíkra skrifa listamanna um verk sín og samhengi, 
  • hafa unnið drög að einfaldri áætlun um listrannsókn,  
  • geta sett eigin listsköpun í samhengi við listrannsóknir. 

Námsmat: 
Kennari: Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Deild: Listkennsludeild
Tímabil: 10. nóvember til 8. desember 2022
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudaga kl. 13:00-15:00
Einingar: 4 ECTS
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám
Verð: 49.000 (án eininga) og 61.200 kr. með einingum
 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar, olofhugrun [at] lhi.is 545 2249 

Umsóknareyðublað