ATH. Þetta námskeið er því miður ekki lengur í boði á vorönn 2018. 
 
Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynna sér hugmyndafræði listrænnar menningarstjórnunar. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu kynnast nemendur forsendum listastjórnunar sem fags og fræðigreinar og lykilhugtök stjórnunarfræða eru sett í samhengi við áhrif af þekkingarframleiðslu stjórnunariðnaðarins. Fjallað er um fagurfræði stjórnunar, hlutverk stjórnenda innan listheimsins, listmarkaði, stjórnun í menntakerfum og gagnrýni á opinbera stefnumörkun.
 
Nemendur skoða eigin reynslu af stjórnunarmenningu, sem áhrifamestu hugmyndafræði samtímans, og áhersla er lögð á sjálfstæða greiningu á samspili lista og stjórnunar.
 
Námsmat: Þátttaka í tímum, dagbók, verkefnavinna og kynning.
 
Kennari: Njörður Sigurjónsson PhD, er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst en áður starfaði hann meða annars sem framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs og markaðsstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og sviðstjóri í Íslensku óperunni. Njörður er með BA próf í heimspeki og M.Sc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands, auk doktorsprófs í menningarstefnu og -stjórnun (Doctor of Philosophy in Cultural Policy and Management), frá City University í Lundúnum.
 
Staður og stund: Laugarnes, þriðjudaga og fimmtudaga 13-15.50. ATH. Ekki er kennsla 8. febrúar.
 
Tímabil: 16. janúar - 13. febrúar 2018.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249