Í námskeiðinu verður fjallað um listmiðaða umhverfismenntun (e. arts-based environmental education) í víðu samhengi. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað um skynjun og umhverfi út frá kenningum í náttúrufagurfræði og fyrirbærafræði, og í seinni hlutanum verður fjallað um tengsl náttúrufagurfræði og siðfræði og kenningar um listmiðaða umhverfismenntun og fagurferðilegt uppeldi. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu og skilning nemenda á mikilvægi þess að huga að fagurferðilegri skynjun rýmis og umhverfis í öllu námi, hvort sem um manngert eða náttúrlegt umhverfi er að ræða.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs ættu nemendur að geta:

  • beitt grunnhugtökum í fagurfræði og fyrirbærafræði skynjunar
  • tekið þátt í umræðu um náttúrufagurfræði og siðfræði
  • fjallað um og skilgreint fræðilega umræðu um listmiðaða umhverfismenntun og fagurferðilegt uppeldi
  • fjallað um viðfangsefni námskeiðsins á gagnrýninn hátt og út frá mismunandi sjónarhornum og tengt þau við listkennslufræði og við grunnþætti aðalnámskrár. 

Námsmat:
Kennari:
 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir 
Kennslutungumál: íslenska
Tímabil: 5. október - 6. desember 
Kennsludagar og tími:  fimmtudagar kl. 9:20-12:10 5. okt. - 26. okt. og miðvikudagar 9:20-12:10 8. nóv. - 6. des.
Forkröfur: Bakkalárpróf  
Einingar: 
6 ECTS 
Verð:  73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum)
Nánari fyrirspurnir: opni [at] lhi.is
Umsóknargátt
 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.