Fyrir hver er námskeiðið:  Námskeiðið er ætlað öllu áhugasömu fólki um listmeðferð, s.s. einstaklingum sem hafa hug á að læra og starfa við listmeðferð. Námskeiðið nýtist einnig fagfólki sem óskar eftir auknum skilningi á listsköpun sinni, skjólstæðinga- eða nemenda sinna, með það að markmiði að stuðla að bættri líðan, auknum þroska og/eða að auðvelda skjólstæðingum og nemendum nám. Námskeiðið hentar vel fyrir einstaklinga sem starfa innan menntakerfisins. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu Listmeðferð í námi I. Í námskeiðinu öðlast nemendur innsýn í kenningar og aðferðir listmeðferðar í gegnum fyrirlestra, lestur, skrifleg verkefni, umræður og vinnustofur þar sem nemendur upplifa sköpunarferlið og þann möguleika sem það gefur.
 
Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til hjálpar þegar vandi steðjar að. Í námskeiðinu verða kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan.
 
Kynntar verða hugmyndir, kenningar og aðferðir til að nýta listmeðferð í tengslum við nám. Fjallað verður um hugtakið „skrifmyndir”, sem merkir teiknaðar myndir af bók- og tölustöfum. Kynnt verður hugtakið „skrifmyndastig”, sem er tímabil þegar börn gera tilraunir með að teikna skrifmyndir. Fjallað verður um kenningar og aðferðir til að vinna með skrifmyndir með það að markmiði að endurheimta og styrkja þann námsgrunn sem felst í skrifmyndaörvuninni. 
 
Námsmat: Þátttaka, virkni og verkefnaskil.
 
Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir er með meistara- og doktorspróf í listmeðferð, BA og meistarapróf í myndlist og (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands. Unnur hefur sérhæft sig í listmeðferð fyrir börn í skólum sem hafa orðið fyrir erfiðri reynslu og/eða áföllum. Hún hefur í yfir 25 ár starfað við listmeðferð á eigin listmeðferðarstofu og á ýmsum stofnunum. Unnur hefur kennt listmeðferð á ýmsum öðrum stöðum hérlendis og erlendis. Einnig hefur hún rannsakað listmeðferð og birt niðurstöðurnar í ýmsum ritum á innlendum og erlendum vettvangi.
 
Staður og stund: Laugarnes, nánari upplýsingar síðar.
 
Tímabil: Nánari upplýsingar síðar.
 
Einingar: 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
 
 
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249.