Námskeiðið verður kennt næst haustið 2023
Fyrir hver er námskeiðið: 
Námskeiðið hentar fyrir þau sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og tengsl hennar við listir og menntun. Valnámskeið í meistarnámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verða útskýrð meginhugtök og rýnt í opinbera stefnu um menntun til sjálfbærrar þróunar. Megináhersla verður á ólíkar hugmyndir um menntun til sjálfbærni og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar í myndlist.
 
Skoðað verður hvernig listir geta veitt aukinn skilning á hugtakinu sjálfbær þróun. Lögð verður áhersla á samfélagsrýni og unnið verður með hugmyndir samtímalistamanna í því samhengi. Námskeiðið er bæði verklegt og í formi fyrirlestra.
 
Námsmat: Símat, viðbrögð við lesefni og verkefni.
Kennari: Ásthildur Björg Jónsdóttir.
Kennslufyrirkomulag: Fjarkennsla og ein staðarlota
Tímabil: haustönn 2023
Staður og stund: Tilkynnt síðar
Einingar: 6 ECTS
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
Forkröfur:  BA. gráða eða sambærilegt nám.
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249