Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið nýtist öllum sem koma að listmenntun og þeim sem vilja vinna samfélagslega tengd verkefni. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Í námskeiðinu verður aðaláhersla lögð á að víkka hugmyndir nemenda um miðlun menningar utan hefðbundins kennslurýmis, nýjar leiðir í listkennslu og finna þeim farvegi í samfélaginu. Nemendur rannsaka ólíkar stofnanir, rými og söfn sem tengja má menningarmiðlun og skoða og ræða ólíkar miðlunarleiðir þeim tengdum.
 
2 viðbótareiningar: Nemendum gefst kostur á að vinna tveggja eininga verkefni á vettvangi og bæta þeim við einingarnar fjórar sem felast í námskeiðinu sem lýst er að ofan. Verkefnið felst í verklegri útfærslu á lokaverkefni áfangans.
 
Námsmat:  Símat og verkefni.
 
Kennari: Ellen Gunnarsdóttir. Ellen er sagnfræðingur að mennt og hefur kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Ellen útskrifaðist með doktorsgráðu í sagnfræði frá Cambridge háskóla árið 1997 og hefur stundað rannsóknir og útgáfu varðandi nýlendusögu Rómönsku Ameríku.
 
Staður og stund: Laugarnes, miðvikudagar og föstudagar kl. 13-15.50.
 
Tímabil: 8. - 24. maí, 2019, (6 skipti).
 
Tíma- og dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
 
Einingar: 4 eða 6 ECTS.
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 4 einingar: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum).
                6 einingar: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum)
 
Forkröfur: BA gráða eða sambærilegt nám.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun@lhi.is / 545 2249