Markmið fjarnámskeiðsins er að stuðla að því að nemendur öðlist skilning á mikilvægi þess að leita sérfræðiþekkingar við undirbúning verkefna og að búa til samtal sem leiða til tengslamyndunar og samvinnu á breiðum grundvelli.
Nemendur munu glíma við skapandi leiðir til að opna umræðuna um sjúkdóma, raskanir og samfélagslegar aðstæður sem hafa áhrif á stöðu fólks í samfélaginu. Það er, beita rannsóknaraðferðum í átt að lyfjalausum meðferðarúrræðum til að auka lífsgæði.
 
Nemendur eru hvattir til að móta skapandi rannsóknarverkefni sem stuðla að samfélagslegum áhrifum og að vinna gegn fordómum í þjóðfélaginu. Miðlun þekkingar og reynslu eru hér lykilþættir í mótun verkefna. Listformið verður vettvangur „frásagnar“, sveigjanlegt í stærð og gerð, mótast af aðstæðum.
 
Í lok námskeiðis eiga nemendur að geta:
 
tileinka sér aðferðafræði sem sýnir tengslanet sérfræðinga, stofnana, og mismunandi þjóðfélagshópa.
þekkja og geta skilgreint þann samfélagshóp sem þeir vilja vinna með.
þekkja eiginleika samfélagshópsins og tengja skapandi greinar á grundvelli gagnrýnnar hugsunar.
mynda brýr milli skapandi hugsunar, samskipta og þekkingar.
skilja listina sem leið til að tengjast lífinu; að finna sjálfa sig í tengslum við aðra og umhverfið.
 
Námsmat: Þátttaka, virkni, verkefnaskil. 
Kennari: Halldóra Arnardóttir. 
 
Halldóra Arnardóttir er listfræðingur (BA.Hons) frá University of Essex, England, 1990. Lauk meistaraprófi í nútímabyggingarlistasögu frá Bartlett School of Architecture, UCL í London, árið 1992 og doktorsprófi árið 1999. Sjálfstætt starfandi listfræðingur á Íslandi og á Spáni, auk þess gestakennari og fyrirlesari víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
 
Kennslutungumál: Íslenska 
 
Staður og stund: Fjarnámskeið
 
Tímabil: 2. - 23. mars. Þrið.- og fim., kl. 9.20-12.10, 5 skipti.
 
2., 4., 16., 18., 23. mars. Kennsluhlé 8. og 13. mars. 
 
Fyrir hverja er fjarnámskeiðið: Námskeiðið hentar þeim sem hafa áhuga á að læra að móta skapandi rannsóknarverkefni. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu.
 
Einingar: 2 ECTS
Verð: 30.500 kr. (án eininga) / 40.800 kr. (með einingum).
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409