Fyrir hver er námskeiðið: Námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast möguleikum þess að notast við göngu til að skapa eða miðla listrænum/fræðilegum niðurstöðum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennsludeild.
 
Í námskeiðinu er lögð áhersla á þátttakendur skoði vel mismunandi nálganir og gildi þess að ganga í tengslum við nám og listir. Sjónum verður einkum beint að samtíma listamönnum og fræðimönnum sem ýmist nota göngu til þess að skapa eða miðla listrænum eða fræðilegum niðurstöðum. Gerðar verða tilraunir með miðlunar og samstalsaðferðir í göngum með það að markmiði að skoða hvernig ganga, í mismunandi aðstæðum, getur haft áhrif á skynjun okkar, skapandi hugsun og þekkingasköpun. Tímar í námskeiðinu fara að mestu fram utandyra og á göngu. Nemendur þróa og skipuleggja gönguferð fyrir almenning eða valinn hóp.
 
Námsmat: Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat
Kennarar: Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Staður og stund: Laugarnes, kennt í lotum, breytilegur tími
Kennslutímabil: 13. janúar til 5. maí 2023
13. janúar, kl. 13:00-15:50
20. janúar, kl. 13:00-15:50
14. mars, kl. 9:20-12:10
21. mars, kl 9:20-12:10
3. maí, kl. 9:20-15:50
4. maí, kl. 9:20-15:50
5. maí, kl. 9:20-15:50 
 
Einingar: 6 ECTS
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
 
Verð: 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum).
Forkröfur: BA. gráða eða sambærilegt nám.
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 545 2249
Kennsluskrá: https://ugla.lhi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=76...